Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 330 svör fundust

Hvað er sjónblekking?

Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...

Nánar

Hvað er vélrænt nám og mun það leysa lækna af hólmi í framtíðinni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er vélrænt nám (e. machine learning) og er það rétt hjá syni mínum að það muni leysa lækna af hólmi? Á öðrum áratugi þessarar aldar var þróuð aðferðafræði, svokallað djúptauganet (e. deep neural network) sem hentar vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á fl...

Nánar

Hverjar voru helstu kenningar Lev Vygotskys?

Lev Semyonovich Vygotsky (Лев Семёнович Вы́готский) (1896–1934) var rússneskur sálfræðingur. Hann var fæddur í Orsha í Hvíta-Rússlandi og ólst upp í borginni Gomel í rússneskri miðstét...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Gylfi Magnússon stundað?

Gylfi Magnússon er dósent í fjármálum í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, cand. oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og síðan M.A., M.Phil. og Ph.D. prófum í hagfræði frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann útskrifaðist frá...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Hildigunnur Ólafsdóttir stundað?

Hildigunnur Ólafsdóttir er afbrotafræðingur og félagi í ReykjavíkurAkademíunni. Viðfangsefni hennar eru á sviði afbrotafræði og áfengisrannsókna. Hún hefur fengist við rannsóknir á ofbeldi gegn konum eins og heimilisofbeldi og meðferð nauðgunarmála í refsivörslukerfinu, breytingum á neysluvenjum áfengis, félagsleg...

Nánar

Hvernig verkar bandaríska skólakerfið og hvaða einkunnakerfi er notað?

Bandaríska skólakerfið er á margan hátt byggt öðru vísu upp en hið íslenska. Erfitt er að gera nákvæma grein fyrir því þar sem töluverður munur er á útfærslu milli mismunandi ríkja innan Bandaríkjanna. Þó má lýsa kerfinu í grófum dráttum miðað við það sem algengast er. Skólaganga í Bandaríkjunum hefst yfirleitt...

Nánar

Hver er Linda Darling-Hammond og hvert er hennar framlag til menntavísinda?

Linda Darling-Hammond fæddist 21. desember árið 1951 í Cleveland, Ohio. Hún lauk B.A.-gráðu með láði við Yale-háskóla árið 1973 og Ed.D.-gráðu með ágætiseinkunn við Temple-háskóla árið 1978. Sérsvið hennar var menntun ungs fólks í stórborgum (e. urban education). Darling-Hammond hóf feril sinn sem kennari, en sner...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Hermína Gunnþórsdóttir stundað?

Hermína Gunnþórsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og skólastarf, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd. Doktorsritgerð Hermínu greinir frá rannsókn á hugmyndu...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað?

Kristjana Stella Blöndal er dósent í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum beint sjónum að náms- og starfsferli ungmenna og brotthvarfi frá námi sem er óvenjumikið á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og flest önnu...

Nánar

Fleiri niðurstöður